Friday, January 5, 2007

Byrjandi...

Jæja, þá er þetta að komast á laggirnar hjá mér. Ég bið lesendur að fyrirgefa byrjendabraginn á þessu hjá mér en það stendur til bóta samfara aukinni reynslu. Það er með það eins og allt annað. Þegar ég bjó í Svíþjóð hafði ég þann heiður að vera tekinn inn í vistvæna samfélagið Mjölnatorpet. Þar bjó ég í rúm tvö ár í góðu yfirlæti fjarri skarkala nútímans. Hér er mynd (tekin úr "Turninum"):

No comments: