Wednesday, January 17, 2007

Uppeldi

Með Blaðinu í dag fylgdi merkilegur snepill; Börn og Uppeldi. Merkilegur tiltill því lítið er af greinum um uppeldi í blaðinu en meira af auglýsingum og þvaðri. Ég stórefast um að einhver menntaður uppeldisfræðingur hafi komið að gerð blaðsins. Þetta er dæmigert fyrir uppeldismál hér á landi. Hver er stefna Íslendinga í uppeldismálum? Engin er ég hræddur um. Börn eru hætt að fá uppeldi. Enda er afraksturinn upplausn. Ungt fólk fær uppeldi frá jafnöldrum. Ungt fólk í dag er bæði heimskara og óhæfara en þegar ég var að alast upp. Foreldrarnir hafa ekki tíma til að sinna börnum sínum enda eru þau ofttar en ekki tilkomin vegna losta í ölæði.
Það er löngu tímabært að setja á laggirnar uppeldisstofnanir sem tækju að sér alvöru uppeldi. Þetta er ekki fáránlegt heldur nauðsynlegt. Æskulýðsbúðir voru reknar í Sovétríkjunum og fleiri löndum með góðum árangri. Svona stofnun væri rekin af Ríkinu líkt og skólar. Börn væru send þangað frá foreldrum sínum strax við átta ára aldur og dveldu þar meira og minna fram á unglingsár. Þar væru þau greind af sérfræðingum og fengju aðhald og stuðning í samræmi við getu og hæfileika. Sérfræðingar mætu hæfileika þeirra og beindu þeim inn á brautir samkvæmt því. Þeir sem hafa greind fara í langskólanám, lægra greindir í iðnnám og nokkrir í íþróttir allt í samræmi við andlegt og líkamlegt atgervi hvers einstaklings. Í búðunum yrði börnunum haldið frá Interneti, klámi, tóbaki og áfengi. Ég er viss um að svona fyrirkomulag myndi skila samfélaginu hæfari einstaklingum en það unga fólk sem má sjá þvælast um göturnar gapandi og þvaðrandi í farsíma eða blaðskellandi milli tískuverslana í Kringlunni.
Æskan er framtíð þessa lands. Ef við foreldrar tökum ekki stjórnina þá munu einhverjir aðrir gera það.
Ef menntamálaráðherra þjóðarinnar væri hæfur þá væri ég fyrir löngu búinn að panta mér tíma hjá honum og bjóðast til að veita slíkri stofnun forstöðu. Ég er foreldri og uppeldisfræðingur. Ég hvet alla sem er málið skylt að veita þessu stuðning. Ég veit að margir eru sama sinnis og ég.

9 comments:

Anonymous said...

Þetta er merkileg sýn á uppeldismál. Segðu mér samt, hvaða börn verða valin til þess að vinna á bensínstöð? Þau allra gáfuðustu eða þau allra heimskustu? Eða kannski þau sem eru með stórt rassgat vegna þess að bensínafgreiðslumenn sitja mikið, ha ha ...

Friðrik Stefán Stefánsson.

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

Viltu endurreisa Sovétríkin hér á Íslandi eða hvað? Þetta eru fáránlegar hugmyndir sem þú ert að setja fram svo ekki sé minna sagt. Hvað er meðalgreind? Telur þú þig vera svo menntaðan að þú getir bara sagt það sem þú vilt?

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Anonymous said...

Hvernig er það Georg, hefur þú verið að leyna okkur einhvers?

"Æskan er framtíð þessa lands. Ef við foreldrar tökum ekki stjórnina þá munu einhverjir aðrir gera það."

Við foreldrar? Getur verið að þér hafi áskotnast föðurhlutverkið einhvertíma í fortíðinni?
Gaman væri nú að fá smá sögu um hvernig stendur á því að ekkert hefur verið minnst á þær gleðistundir.

Kemur skarpur lesandi máske auga á biturleika í grein þinni hér að ofan? Hver var eiginleg ástæða þess að þú fluttist til Svíþjóðar?

Ég hefði gaman að því að fá upplýsingar um þetta, með þínu góðfúslega leyfi að sjálfsögðu.

Georg Bjarnfreðarson said...

Já, sæll Jóhann Gunnar. Ég er foreldri. Ég á 12 ára dreng. Hann býr hjá móður sinni en er í góðu sambandi við mig. Hann er sérstaklega tengdur Bjarnfreði enda hefur hún verið mikið með hann þar sem ég hef verið upptekinn við vinnu. Þannig að ég tala ekki bara sem sérfræðingur í uppeldismálum heldur sem foreldri með reynslu.

Anonymous said...

Ekki er það skilda mín að leiðbeina þér í föðurhlutverkinu en ég á bágt með að halda aftur að mér þar sem ég les greinina þína þar sem þú skrifar: "Foreldrarnir hafa ekki tíma til að sinna börnum sínum enda eru þau ofttar en ekki tilkomin vegna losta í ölæði."
og síðan: "Hann er sérstaklega tengdur Bjarnfreði enda hefur hún verið mikið með hann þar sem ég hef verið upptekinn við vinnu." í svari þínu til mín í athugasemdunum.

Vert er að líta í eigin barm áður en gengið er til þess að úthúða öðrum foreldrum landsins fyrir lélegar uppeldisaðferðir. Sonur þinn hefur án efa miklu mun meiri not að þér sem foreldri heldur en næturstarfsmanni á bensínstöð. Gjöfult væri af þér að finna þér starf sem leyfði þér að sinna drengnum betur svo hann endi ekki bæði heimskari og óhæfari en þú.

Bestu kveðjur,
Jóhann Gunnar