Sunday, January 14, 2007

Gæðamáltíð úr vanmetnu hráefni:

Hendi þessu hér fram til gamans fyrir áhugasama:

Hirsilasagna Georgs:

Ljúffengt grænmetislasagna með hrásalati

1.5 dl hirsi Rapunzel (soðið í 2.5 dl af vatni)
3 vænar gulrætur (ca. 400 g)
1 gul paprika
1 chilipipar
3-4 hvítlauksrif
4 mtsk. Ólívuolía Krít-Rapunzel
3 tsk. Jurtakraftur Rapunzel
4 dl vatn
1 dl rjómi eða sojarjómi
200 g tómatpure DeRit
1 tsk. Picatakrydd
3 tsk. Þurrkuð steinselja Helios
1 tsk. Þurrkað basil Helios
2 tsk. Oregano Helios

Lasagnaplötur Semola Rapunzel

Hirsið soðið við lægsta hita undir loki í 10-15 mín. Saltað með ½ tsk. af salti. Lokið þá tekið af og látið rjúka af hirsinu svo það verði laust í sér.

Gulrætur rifnar gróft, laukur, paprika, chilipipar og hvítlaukur skorið smátt. Steikt í ólívuolíunni við vægan hita í 5-7 mín. Eftir það er 4-5 dl af vatni bætt út í ásamt jurtakraftinum og látið sjóða undir loki við vægan hita í 10 mín.Þá er rjómanum og tómatmaukinu bætt út í og að síðustu kryddjurtunum og soðna hirsinu.

Þá er öllu raðað í smurt eldfast mót. Fyrst eitt lag af lasagnaplöum. (ath. ekki þarf að forsjóða lasagnaplöturnar frá Rapunzel, en ágætt að leggja þær í smástund í kalt vatn áður). Síðan fylling og lasagnaplötur til skiptis, fylling efst. Þetta þarf að baka í ofni við 200°C í ca. 45 mín. Þá er lasagnað tekið úr ofninum og ostur settur yfir og þetta bakað í 10 mín. í viðbót.



Hrásalat.

1 meðalstórt íssallat
3-4 tómatar skornir í báta
½ agúrka skorin í bita
1 rauður laukur strimlaður smátt
ca ½ fetaostur
dressing á salatið: 3 msk. Hvítt Balsamik edik Rapunzel.

Athugið að ALLT hráefni er lífrænt vottað.

No comments: