Monday, January 8, 2007

Ofbeldi



Mikið er leiðinlegt að lesa á hverjum degi um líkamsárásir ungmenna. Ofbeldið verður sífellt harkalegra. Hvar endar þetta eiginlega? Mig rennur í grun að þarna eigi tölvuleikirnir hlut að máli. Þeir ganga allir meira eða minna út á ofbeldi. Það er orðið "kúl" og "töff" hjá ungu fólki að senda hnefahögg í andlit annara. Þau halda kannski að þau fái "stig" fyrir það eins og í tölvunum. Nei, það er alvarlegra en það. Af ofbeldi hlýst aðeins þjáning, örkuml og dauði. Er ekki löngu kominn tími til að banna þessa leiki? Þarf einhver að deyja? Setjum markið hátt. Krafan er einróma: Tölvuleikjalaust Ísland árið 2010!

No comments: