Sunday, January 14, 2007

Meðalgreind þjóð



Ég hallast sífellt meira að því að Íslendingar séu meðalgreind þjóð. Ég er alltaf að lenda aftur og aftur í árekstrum við fólk sem virðist ekki skilja það sem ég er að reyna að segja. Ég er mjög gáfaður. Ég er til dæmis með fimm háskólapróf. Flestir sem koma á bensínstöðina sem ég starfa á eru um eða undir meðalgreind. Þeir sem ég vinn með eru undir meðalgreind. Ég hef vitsmunalega yfirburði yfir flesta sem ég hitti. Og af hegðun þjóðarsálarinnar verður ekki annað ráðið en hún stígi ekki í vitið. Nú eru fjögur ár síðan ég flutti hingað frá Svíþjóð. Og þvílík viðbrigði! Svíar eru bæði betur gefnir og betur menntaðir en þorri þessarar þjóðar. Hér vantar menningarbyltingu og það eigi síðar en strax!

6 comments:

Anonymous said...

Vandinn liggur hjá skólunum tel ég. Það er alltaf verið að tala um að ,,skera niður, stytta og einfalda'', aldrei er tala um að lengja og bæta. Íslenzkuna þarf að bæta og leggja þarf meiri áherslu á landafræði í skólum, þar á sérstaklega við um hálendisfræði (nýtt fag sem ég vil innleiða) og jarðfræði. Ung fólk þarf að vera meðvitara um það að það er heimur fyrir utan pittsur og níntendó kubba, og það er hálendið. Byrjum að fræða þau um það áður en það er allt sokkið í hel.

Georg Bjarnfreðarson said...

Orð í tíma töluð!

Anonymous said...

Það er náttúrulega unga fólkið sem dregur skalan niður, það veit ekkert. Það kann heldur ekki á klukku, það talar um nótt þegar það er kveld og hádegi klukkan tvö á daginn. Taka þetta lið og kenna þeim eitthvað annað en að reykja og drekka eins og það gerir svo mikið þessa dagana.

Georg Bjarnfreðarson said...

AF GEFNU TILEFNI VIL ÉG BENDA ÞEIM SEM GERA ATHUGASEMDIR Á ÞAÐ AÐ KVITTA FYRIR. HÉÐAN Í FRÁ MUN ÉG EYÐA ÖLLUM ATHUGASEMDUM FRÁ "Anonymous"

Katrín68 said...

Hvað er eiginlega í gangi með þig?
Íslendingar meðalgreind þjóð?? Mér finnst augljóst að það eru þið sem haldið þessu fram sem eruð meðalgreind! Íslendingar eru alveg jafn greindir og aðrir, ef ekki greindari...
Háskólapróf er heldur ekki mælikvarði á greind, það er sannað mál að það er til allskonar greind, tilfinningagreind, tónlistargreind o.fl. ekki bara greind til að læra uppúr bókum.
Kata

Unknown said...

Þessar auðvirðulega einföldu setningar eru ekki skrifaðar af gáfuðum manni með 5 háskólapróf