Sunday, January 14, 2007

Enn af Mao



Ég lendi oft í umræðum við fólk um Mao. Fáir menn hafa verið eins misskyldir og hann. Ég var meira að segja að ræða við kínverska konu um daginn sem hafði megnustu andúð á Mao. Ég komst að því að það voru einungis fordómar. Hún gat ekki rökstutt neitt af því sem hún sagði. Hún hafði aldrei lesið neitt af verkum hans, ekki einu sinni ljóð. Hún var bara búin að soga í sig rangtúlkanir og einhvers konar ofstæki gegn manninum. Hún vissi ekki einu sinni neitt um persónu hans. Ég spurði hana hvort hún vissi hvað hefði verið hans aðal áhugamál fyrir utan ljóðagerð. Hún stóð á gati. "Sund" sagði ég og gekk glaðlega á brott. Mér finnst alltaf gaman að hafa betur í rökræðum, sérstaklega þegar andstæðingurinn hefur ekkert fyrir sér. Hér er skemmtileg síða og fræðandi fyrir þá sem vilja kynna sér sannleikann um manninn Mao Zedung.

No comments: