Þær eru heldur napurlegar jólagjafirnar sem bankarnir sendu viðskiptavinum sínum þessi jólin. Uss og svei! Einn bankinn gaf grillbursta en annar gaf poka utan um andabrauð. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Hvað með fólk sem á ekki grill? Hvað á það að gera við grillbursta?! Hverskonar helvítis tilætlunarsemi er þetta eiginlega? Sýnir þetta ekki í hnotskurn afstöðu auðvaldsins til þræla sinna? Hvað eru viðskiptavinir bankanna annað en þrælar vaxta og þjónustugjalda? Það þarf byltingu. Það þarf einhver að kollvarpa þessu þjóðfélagsskipulagi og skapa hér samfélag sem mismunar ekki þegnum sínum eftir pyngjuþyngd. Bankarnir og aðrir varðhundar kapítalismans verða að átta sig á því að Íslensk alþýða lætur ekki traðka á sér endalaust.
Þetta minnir mann óneitanlega á gömlu vísuna um kapítalismann og það að gömul vísa er aldrei of oft kveðin. Ég læt hana flakka hér með. Það var Per-Anders Boquist sem snéri henni svona haganlega á sænsku:
Kapitalismen
Per-Anders Boquist
Hon var fattig, hon var ärlig
och en stolthet för sin bygd,
för en rik blev hon begärlig
och så tog han hennes dygd.
Sådan är kapitalismen,
otack ä den armes lön.
De e' dom rikas paradis men
ingen hör en fattigs bön.
Men en dag så får hon höra
att han är på nytt på jakt,
hon sa: Se, men inte röra,
men det skull' hon aldrig sagt.
Sådan är...
Hon tar tåget in till staden
för att glömma bort hans svek,
nu går hon på esplanaden,
tio spänn för kärlekslek.
Sådan är...
I ett fattigt torp i gläntan
hennes mor med stor passion
frossar lax och ål på räntan
av sin dotters proffesion.
Sådan är...
Flickan drar där fram i storstan
klädd i lackväska och tyll
som en missanpassad julgran,
vilken underbar idyll.
Sådan är...
Hon har mardrömmar i sömnen,
lite fnatt, ni vet sådär
så hon kastar sig i Strömmen,
skyll det på den hon höll kär.
Ég ætla nú ekki að minnast á jólakveðjuna frá flatbökuframleiðanda hér í bæ sem barst með smáskilaboðum. Hún var svo ósvífin að mér ofbauð. Ég var reyndar ekki svo "heppinn" að fá kveðju enda er ég ekki viðskipta"vinur" Flatbökuherrans eins og meirihluti þjóðarinnar virðist vera. Ég heyrði af þessu og varð óglatt. Þetta jók að minnsta kosti ekki lyst mína á flatbökum!
Friday, January 5, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment