Saturday, January 6, 2007

Kaupþings-cleesja!

Mikið er ég strax orðinn leiður á smekklausum auglýsingum Kaupþings. Þessar auglýsingar fara virkilega í taugarnar á mér því þær sýna svo vel stærilæti og sjálfbirgingshátt auðvaldsins. Það sannast hið fornkveðna að "margur verður af aurum api." Bankarnir hafa margsannað það með apalegum auglýsingaherferðum sínum. Auglýsingar eru tæki auðvaldsins. Með þeim blekkir og afvegaleiðir kapítalisminn saklausa borgara sem eru fyrir löngu orðnir heilaþvegnir af endalausu sjálfshólinu. Þeir víla ekki einu sinni fyrir sér að hamra á börnum og tæla þau til fylgis við sig með innantómum loforðum um gull og græna skóga. Mér verður hreinlega flökurt. Ég las einhvers staðar að breski leikarinn John Cleese hefði fengið litlar 80 milljónir fyrir viðvikið. Þeir sletta skyrinu sem eiga það, segi ég nú bara!

No comments: