Monday, January 15, 2007
Rás 2
Ég tek heilshugar undir athugasemd Péturs Péturssonar fyrrverandi þuls hjá Ríkisútvarpinu, í lesendabréfi í Morgunblaðinu á föstudaginn. Hann kvartar yfir skorti á íslenskum lögum í útvarpi. Þessu er ég alveg sammála. Alltof mikið er leikið af erlendum lögum í Ríkisútvarpinu, sérstaklega á Rás 2. Sumt af þessu eru ekki einu sinni almennileg lög heldur einhverjir "smellir" sem þykja "smart" úti í heimi. Afhverju þarf Ríkisútvarpið að taka þátt í þessari múgsefjun? Er ekki nóg af útvarpsstöðvum sem útvarpa síbylju? Þarf Rás 2 ekki að standa vörð um Íslenska menningu, er það ekki hlutverk hennar og skylda? Ef þarf að leika erlend lög því ekki að kynna ungt fólk fyrir þjóðlagatónlist frá Norðurlöndunum? Þekkir Íslensk æska Hasse Anderson og Kvinneböskeband eða Hedningarna og Garmarna? Hafa Íslensk ungmenni einhverntíma fellt tár yfir tregablöndnu joki Samanna. Hvað með finnsk þjóðlög? Ég held að unglingar viti mest lítið um þessa tónlist. En ég held að þeir hefðu gaman af henni ef þeir ná að venjast henni.
Hér þarf að gera bragarbót á. Það er skylda Ríkissins að viðhalda og styrkja Íslenska menningu og tengslin við Norðulönd. Það er fyllsta ástæða til að veita fé í svona nokkuð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Herra minn. Að eyða orðum í lágkúrulega umræðu um dægurlög kalla ég nú bara athyglisverða skammsýni í meira lagi á meðan sendisveinar auðvaldsins á sjálfu alþingi vinna dag og nótt að því að selja stofnunina okkar allra til Kóka kóla. Blásið þið núna Jeríkós lúðrar!
Hollvinur ríkisútvarpsis.
P.s. Ég bið svo EKKI fyrir kveðju til yfirmanna þinna sem sem sviku íslenskan almenning og ÞÉR herra minn hafið geð í yður til að þiggja kaup frá. Æ, en sorglegt!
Ég varað spá í einu þú seigist vera með 5 háskólapróf í allskonar fræðigreinum affkverju ertu þá að vinna á bensínstöð? Mér fynnst það soldið skrítið.
ENN OG AFTUR BIÐ ÉG FÓLK AÐ VANDA MÁLFAR SITT OG SLEPPA DÓNASKAP. ANNARS ER ÉG TILNEYDDUR AÐ EYÐA SKILABOÐUNUM OG MUN GERA ÞAÐ
Éld þú sért ekki alveg ílagji þúst eithvað bylaður
Post a Comment