Wednesday, January 10, 2007
Vetrafuglatalningu lokið!
Sú rödd var svo fögur svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni.
Og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein -
ó, ef að þú vissir hvað mikið hún kunni.
Svo kvað Þorsteinn Erlingsson um sólskríkjuna. Nú er vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar lokið. Ég, eins og fjölmargir áhugamenn um Íslenskt fuglalíf tók þátt í könnuninni og skilaði inn athugasemdum mínum í byrjun desember. Það sem ég hafði stærstar áhyggjur af, í skýrslu minni, var fækkun í snjótittlingastofninum. Ég hef fylgst grannt með fuglalífi í vetur á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð meira hefur verið af gæs en undanfarin tvö ár. Einnig finnst mér hrafninn vera að færa sig uppá skaftið. Snjótittlingurinn hefur aftur á móti lítið sést og hef ég af því stórar áhyggjur. Ég held að ástæðurnar séu tvær: Fyrst er það vaxandi mengun í Reykjavík samfara aukinni bílaeign borgarbúa, eiturspúandi jeppar sem drepa og menga allt sem fyrir þeim verður. Hinsvegar eru það stórframkvæmdir í náttúru landsins. Þar sem land er unnið raskast jafnvægi náttúrunnar, vistkerfið riðlast og það hefur keðjuverkandi áhrif. Þar sem einu sinni söfnuðust fuglar fyrir í hundraðatali er nú auðnin ein og trjágreinar borgarinnar liggja lífvana í mengunarskýi.
Til að bjarga Íslensku dýralífi frá útrýmingu þurfum við að taka höndum saman. Stöðvum allar stórframkvæmdir tafarlaust! Skerum niður bílaeign landsmanna. Setjum á jéppaskatt sem gerir fólki ómögulegt að reka jeppa. Bönnum bílaumferð í miðbænum. Á móti þarf að auka framlög hins opinbera til vistvænna almenningssamgangna, samanber vetnis-bílar. Reykjavíkurborg gæti líka staðið fyrir leigu á reiðhjólum fyrir borgarbúa. Ég sjálfur á ekki bíl. Ég fer allra minna ferða á reiðhjóli. Það er þægilegur og heilsusamlegur ferðamáti. Krafan hlýtur að vera sú að borgarbúar fái að lifa í friði fyrir hávaða og mengun og að minnsti Íslendingurinn, snjótittlingurinn fái frið!
Burt með bílana! Inn með reiðhjól og fuglasöng!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hrifinn af skrifunum þínum Georg, þú ættir bara að bjóða fram á þing! Hej då fra Sweden
- Jón Arvid, Örebro.
Þakka þér, félagi Jón. Þingmennska? Þú segir nokkuð! Ha de bra!
Post a Comment