Mikið finnst mér skrítið hvað margir virðast eiga erfitt með að fylgja reglum. Þær reglur sem fólk er að brjóta eru yfirleitt mjög einfaldar, það er ekki það að það skilji ekki hvað má og hvað má ekki, því virðist einfaldlega vera sama. Sumt fólk vill að reglur sem settar eru séu beygðar og sveigar eftir því sem því sjálfu hentar. Á minum vinnustað eru nokkrar einfaldar reglur sem við biðjum viðskiptavini okkar að fara eftir. Allar eru þessar reglur settar af ástæðu. Samt þarf ég endurtekið að útskýra fyrir fólki reglurnar og verja þær. Ég starfa sem vaktstjóri á fjölmennri bensínstöð í Reykjavík á nóttunni. Fyrir utan stöðina er þvottaplan þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að þrífa bifreiðar sínar endurgjaldslaust. Fyrir um ári ákváðum við starfmenn í sameiningu að loka fyrir vatn á þvottaplaninu frá miðnætti til átta á morgnana, frá 20 september til 15 apríl eftir að starfsmaður rann til og tognaði á hendi eftir að einhver hafði gleymt að skrúfa fyrir vatnið með þeim afleiðingum að það fraus.
Kvöld eftir kvöld þarf ég samt að standa í stappi og þrefi við fólk sem vill nota planið eftir lokun. Síðast í nótt kom inn maður sem ákvað að þvo bíl sinn rétt fyrir miðnætti. Þegar skrúfað var fyrir vatnið brást hann hinn versti við og jós yfir mig fúkyrðum og skömmum. Ef ég ætti að eltast við duttlunga hvers og eins hefði ég ekki í neinu öðru að snúast. Reglur eru ekki settar af ástæðulausu. Þær þjóna mikilvægum tilgangi og þær bera að halda í heiðri. Hvar væri umferðin stödd ef engar væru umferðarreglurnar og allir keyrðu bara eins og þeim sýndist? Það er ekki í lagi að aka yfir á rauðu ljósi þótt enginn annar bíll sé nálægt. Rautt ljós þýðir STOPP! Eins er ekki í lagi að skrúfa frá vatni á þvottaplaninu til að leyfa einhverjum að klára að þvo bíl sinn. Og það skiptir engu máli hvort það er frost í augnablikinu eða ekki.
Mér finnst Íslendingar ekki bera neina virðingu fyrir reglum. Hér gætum við enn og aftur tekið okkur Svía til fyrirmyndar. Svíar eru duglegir að setja reglur þar sem við á. Og öfugt við okkur Íslendinga þá fara þeir eftir þeim.
Annars er allt búið að ganga vel. Bjarnfreður hefur að vísu verið lasin og rúmliggjandi alla vikuna þannig að ég hef ekki haft mikinn tíma til skrifta hér. Ég gróf upp nokkrar gamlar ljóðabækur og hef stytt henni stundir við ljóðalestur. Ég var bara að ryfja upp hvað Norðurlöndin hafa gefið af sér mörg góð ljóðaskáld. Skrítið havð það gleymist oft auðveldlega.
Friday, January 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Heill og sæll Georg
Ég er þér svo hjartanlega sammála þar sem þú talar um reglur og þá óþolandi iðju sem þorri fólks iðkar þ.e. að fara ekki eftir einföldum reglu. Það er gjörsamlega óþolandi hvernig fólk veður uppi með frekju og yfirgangi. Á mínu heimili hafa verið í gildi reglur sem ég setti uppá prent fyrir mörgum árum og hefur þeim verið fylgt eftir að mestu með undantekningum þó því miður.Ég lenti þó í því um daginn að koma heim úr vinnunni örþreyttur og svangur eftir erfiðan vinnudag og hvað heldurðu að hafi blasað við mér þegar ég kem inn um dyrnar: þar situr konan mín flissandi við matarborðið reykjandi og drekkandi kaffi þvaðrandi við vinkonu sína um eitthvað fánýti. Mér var að sjálfsögðu misboðið og lét það í ljós strax, því ég er ekki gefin fyrir að þegja þegar mér er misboðið. Ég lét þær báðar fá það óþvegið og hin svokallaða vinkona hrökklaðist á dyr með hausinn á milli lappanna. Konan mín skammaðist sín mikið og sagðist aldrei myndi láta þetta koma fyrir aftur að sitja og flissa yfir kaffi og síkarettum með þessarri svokölluðu vinkonu sinni. Þvílík lágmenning segi ég bara og segi bara eins og hún amma mín sáluga blessunin sem þoldi ekki lágmenningu og virðingaleysi við reglur: JA, fussum svei sagði hún alltaf. Við menntamennirnir verðum að standa saman og og berjast á móti þessu virðingaleysi og lágmenningu
p.s. Ég endurskrifaði reglurnar mínar og setti þær á stærra prent og hengdi á ísskápinn.
baráttukveðjr
Magnþór Hildibrands
Post a Comment